Osushi

Sagan

Eigendur Osushi eru Anna og Kristján Þorsteinsbörn. Hugmyndin að staðnum kviknaði þegar Kristján var á ferðalagi um Ástralíu en þá kynntist hann sushi menningunni og sótti mikið svokallaða færibandastaði. Þannig var grunnur lagður að því að opna slíkan veitingastað á Íslandi. 

Í desember 2005 opnaði Osushi sinn fyrsta stað í Lækjargötu 2A. Í september 2008 færðu systkinin út kvíarnar og opnuðu nýtt Osushi veitingahús í sjálfu viðskiptahverfinu í Borgartúni.

Í janúar 2012 var svo staðnum í Lækjargötu lokað en nýr og stærri Osushi staður opnaði þá í Pósthússtræti. Í ágúst 2013 var síðan nýr Osushi staður opnaður að Reykjavíkurvegi 60 í Hafnarfirði. Í mars 2018 opnuðum við Osushi Tryggvagötu 13 og lokuðum Pósthússtæti.

Atvinnuumsókn

Sendu okkur umsókn á netfangið osushi@osushi.is