Osushi

Sushi

Sushi er hrár fiskur og er þjóðarréttur Japana. Sushi er blanda af handverki og list, sem höfðar jafnt til sjónskynjunar og bragðlauka og það er alltaf framleitt úr besta fáanlega hráefni. Kokkurinn mótar hnossgætið í sínum þaulæfðum höndum. Hann hnoðar það, veltir því og snýr og skreytir það svo að lokum með þangi, sítrónu eõa einhverju öðru.

Sake

Sake er ekki snafs heldur hrísgrjónavín, sem er álíka mikilvægt Japönum eins og brennivín á íslensku Þorrablóti eða rauðvín á frönsku matarborði. Það hentar fullkomlega með öllum fiski. Drekkið það kalt eða heitt.

Sashimi

Sashimi er hrár fiskur, skorinn í þunnar sneiðar og borinn fram með grænmeti og sojasósu. Hann þykir fínasta afbrigðið af hráum fiski. Kokkur sem getur matreitt sashimi sannar hvort tveggja: færni í matreiðslu og skilning á þessari sérstöku tegund japanskrar matreiðslu. Við matreiðslu á sashimi eru gerðar miklar kröfur til hráefnisins. Þar af leiðandi ber sashimi ætíð keim af árstíðinni, hver árstíð á sína fiska. Fiskurinn á að vera stökkur og ferskur. Sojasósunni er hellt í litla skál, wasabi er hugsanlega blandað út í og fiskinum dýft í andartak, svo borðarðu allan bitann í einu - og nýtur þess.

Hrísgrjón - okome

Samkvæmt japönskum matarhefðum er boðið upp á hrísgrjón í lok hverrar aðalmáltíðar. Þau eru hitaeiningasnautt og nærandi meðlæti. Hrísgrjón eru af ýmsu tagi og þau eru jafn misjöfn að bragði, þéttleika og gæðum og kartöflurnar okkar eða ítalskt pasta. Hrísgrjónin urðu til í Japan, en er nú ræktuð í heppilegra loftslagi í Kaliforníu. Yfirleitt eru hrísgrjón sem nota á sem meðlæti soðin án salts því japanskur matur er að jafnaði nægilega saltur, ekki síst vegna hinnar ómissandi sojasósu.

Soya - shoyu

Sojasósa er algengasta kryddið í japanskri matargerð. Japanska sojasósan er mildari á bragðið en sú kínverska og ekki eins sölt. Hún er brugguð úr sojabaunum, hveiti og saltvatni og látin gerjast í að minnsta kosti hálft ár. Þannig fær sojasósan alveg einstakan keim. Sojasósa er brugguð á lífrænan hátt og því ber að geyma hana kalda og forðast beint sólarljós. Sojasósa er holl vara og hentar í salatsósur, sósur og á fisk af öllu tagi. Hún bragðbætir hrísgrjónin og nokkrir dropar á grænmetið skerpir bragðið. Hafið í huga að hægt er að fá saltsnauða sojasósu.

Þang - nori

Fólk hefur borðað þang allt frá upphafi lífs og Íslendingar átu söl fram á 20.öld. Við höfum ýtt þessari matvöru út af borðinu í nútímamenningu okkar en víða um heim er þessi hefð enn í heiðri höfð, t.d. í Asíulöndum. Í þangi er mikið af steinefnum og vítamínum og því er það góð dagleg fæðubót. Talið er að þang hafi góð áhrif á eiturefni í líkamanum þannig að þau skiljast út fyrr en ella. Þang leysir upp fitu og önnur uppsöfnuð efni í æðum og er hollt bæði fyrir húð og hár. Þang býr líka yfir þeim einstaka hæfileika að taka ekki til sín mengun úr hafinu. Ysta lag þangsins er eins konar slímhúð og hún hleypir einungis inn fyrir þeim efnum sem þangið þarfnast. Þang sem notað er í sushi er mjúkt hafþang sem aflað er að vetrarlagi. Það er hreinsað, skorið í hæfilega stóra bita og síðan þurrkað. Þang á að geyma þurrt og undir loki svo þaõ haldist stökkt. Þang má rista sem snarlbita. Þá er borið dálítið af sesamolíu og salti á grófari hliðina, Þanginu velt í örfáar sekúndur á brauðristinni og það loks klippt í hæfilega litla bita. Wakame-Þang er þurrkað þang sem leyst er upp í vatni og verður að þunnum og mjúkum ræmum. Það hentar vel í súpur og salöt.

Engifer - gari

Engifer er mjög holl og góð vara og hefur löngum verið notað sem undrameðal. Hægt er að kaupa hrátt engifer í grænmetisborðum en það er til dæmis gott í salatsósur. Engifer má geyma í frysti og rífa niður í smáskömmtum. Súrsaða engiferið er lagt í ediks- og mirinlög. Þaõ er í góðu jafnvægi við sushi og hreinsar munninn þannig að bragðeinkenni fisksins njóta sín betur. Við það bætist að engifer kemur í veg fyrir óþægindi í maga auk þess sem það bætir meltinguna. Ófrískar konur hafa gott af því að borða engifer á meðgöngunni því það heldur magasýrunum í skefjum og dregur úr ógleði. Engifer hefur þau áhrif að matur verður síður þungur í maga.

Grænt te - genmaicha

Teið kemur af runnanum Camellia sinensis. Japanir drekka að jafnaði grænt te til að skola munninn á milli forréttar og aðalréttar. Í grænu tei er að finna koffín, en að öðru leyti hæfir það vel fólki sem er með mikla blóðfitu. Látið teið bíða í 4 til 6 mínútur áður en það er drukkið og látið laufin vera áfram í katlinum.

Miso

Miso er japanskt þykkni sem er búið til úr sojabaunum, byggi og salti. Samkvæmt þjóðsögunni er miso gjöf guðanna til mannsins, til að tryggja hamingju, heilbrigði og langt líf.

Wasabi

Wasabi er grænt japanskt sinnep, búið til úr piparrót. Það er blandað út í sojasósu með sushi. Hún hreinsar munninn og undirbýr bragðlaukana fyrir næstu munnfylli. Wasabi hentar vel í salatsósur og sósur.