UPPLÝSINGAR
Skilmálar
Vefsíða Osushi virkar á eftirfarandi hátt:
1) Neytandi velur vöru/vörur sem höfða til hans
2) Neytandi setur þær vörur í kröfuna/bakkann
3) Setur inn helstu upplýsingar um neytandann, svosem nafn, símanúmer og netfang. Ásamt því þarf neytandi að velja á hvaða tíma hann vill sækja vöruna.
4) Neytandi velur greiðslumáta.
Afhendingartími miðast við þann tíma sem þú velur í þinni pöntun. Starfsfólk okkar gerir sitt besta til að vera með pöntun neytandanast tilbúna á umbeðnum tíma.
Þegar greiðsla hefur átt sér stað færð neytandi kvittun fyrir pöntuninni í tölvupósti og þar með er kominn á samningur á milli neytandans og Osushi
Upplýsingar um seljanda
Seljandi er KOGT ehf., kt. 670905-1250, Reykjavíkurvegi 60, 220 Hafnarfjörður.
Öll verð á matseðli eru með 11% virðisaukaskatti (VSK).
Vakin er athygli á því að verð á matseðli geta breyst án fyrirvara, vegna rangra verðupplýsinga eða prentvillna.
Greiðslumöguleikar
Boðið er upp á að greiða með greiðslukorti í netverslun Osushi eða á staðnum þegar pöntun er sótt. Auk þess býður Osushi upp á að neytandi greiði þegar hann sækir pöntunina með staðgreiða með peningum debet- og eða kreditkorti.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Ekki er hægt að skila pöntun sem voru pantaðar á vefsíðu Osushi nema viðskiptavinur hafi sannanlega fengið ranga eða skemmda vöru afhenta. Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.
Höfundaréttur og vörumerki
Allt efni á vefsíðu Osushi er í eign KOGT ehf. og er öll afritun og endurdreifing bönnuð nema með skriflegu samþykki KOGT ehf.
Ofnæmi o.fl.
Seljandi ber ekki ábyrgð á afleiðingum ofnæmis eða óþols þess er neytir vörunnar fyrir innihaldi vörunnar. Á osushi.is er að finna innihaldslýsingar á vörum seljanda. Ef vafi er talinn leika á innihaldi vörunnar er kaupanda bent á að hafa samband við veitingastaðinn, fyrir neyslu og á opnunartíma veitingastaðarins. Starfsfólk veitingastaðarins mun veita nánari upplýsinga um ofnæmisvalda.
Veitingastaðurinn reynir eftir fremsta megni að koma öllum helstu upplýsingum um innihald varanna með skýrum hætti.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann veitir seljanda í tengslum við viðskiptin og verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Varnarþing
Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum.
Hafa samband
Velkomið er að hafa samband í gegnum í síma 561-0562 ef einhverjar spurningar vakna.